Afmælisrit Svavars Sigmundssonar 7. september 2009

Afmælisrit Svavars Sigmundssonar 7. september 2009

Svavar Sigmundsson verður sjötugur 7. september 2009. Af því tilefni mun Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gefa út afmælisrit honum til heiðurs með úrvali greina eftir hann. Valdar hafa verið 35 greinar eftir Svavar og spanna þær undanfarna fjóra áratugi. Meirihluti greinanna fjallar um nöfn og nafnfræði. Sjá eftirfarandi efnisyfirlit. Þar má finna greinar á sex tungumálum (dönsku, ensku, færeysku, íslensku, sænsku og þýsku). Auk þeirra verður í bókinni heildarskrá um útgefin rit Svavars Sigmundssonar. Bókin verður um 300 bls. að stærð.

 

Svavar Sigmundsson, nú rannsóknarprófessor og stofustjóri nafnfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, hefur um langt árabil rannsakað örnefni og önnur nöfn en rannsóknir hans hafa einnig beinst að fleiri hliðum íslenskrar málfræði og orðaforða.

 

Viðtakendum þessa bréfs gefst hér með færi á að heiðra Svavar Sigmundsson með áskrift að afmælisritinu og skráningu nafns (nafna) á heillaóskaskrá, tabula gratulatoria. Skráningu áskrifta og nafna á heillaóskaskrá lýkur 15. ágúst 2009.

 

Áskriftarverð ritsins er 4.300 kr. (auk póstburðargjalds). Ganga má frá greiðslu með því að leggja áskriftarupphæðina inn á reikning Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, kt. 700806-0490, númer 0137-05-065007. Skýring greiðslu: Afmælisrit. Einnig má greiða með greiðslukorti. Upplýsingum um kortanúmer og gildistíma korts má koma til skila í síma 552-8530, bréfasíma 562-2699 eða á netfangið kari@hi.is.

 

Áskrifendur þurfa að tilgreina hvernig nafn (nöfn) einstaklinga (eða

stofnana) skuli birtast í heillaóskaskránni. Bent er á ofangreind símanúmer og netfang í því sambandi.

 

Ritnefnd skipa Ari Páll Kristinsson, Guðrún Kvaran og Hallgrímur J.

Ámundason.