Í tilefni af 90 ára afmæli Ferðafélags Íslands á næsta ári er félagsmönnum FÍ boðið að kaupa vandaða Marmot göngujakka og göngupeysur á sérstöku afmælistilboði.
Á næsta ári, árinu 2017, mun félagið standa fyrir veglegri afmælisdagskrá þar sem þessa merka áfanga í sögu Ferðafélagsins verður minnst sérstaklega. Auk afmælisdagskrárinnar verður félagsmönnum boðið að kaupa merktan útivistarfatnað, þ.e. dökkbláan göngujakka og peysu. Fatnaðurinn er merktur með merki Ferðafélags Íslands á upphandlegg og íslenska fánanum á brjósti, sjá myndir hér að neðan.
Vegna hagstæðra magninnkaupa er hægt að bjóða fatnaðinn á sérlega góðu verði. Peysan mun kosta kr. 10.000 og jakkinn kr. 20.000. Hægt er að kaupa annað hvort jakkann eða peysuna eða hvoru tveggja á samanlagt kr. 29.000.
Fatnaðurinn kemur í kvensniði í stærðum frá XS og upp í XL og í karlasniði í stærðum frá S og upp í XXL.
Félagsmönnum býðst að koma á skrifstofu Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 til að skoða sýnishorn, máta og panta á milli kl. 10 og 17 á öllum virkum dögum til föstudagsins 4. nóvember.
Þeir félagsmenn sem ekki hafa tök á því að koma á skrifstofu FÍ en hafa áhuga á að ganga að þessu tilboði þurfa að smella hér og fylla út pöntunarform.
Síðasti pöntunardagur er föstudagurinn 4. október.
Vinsamlegast athugið að þar sem um er að ræða stóra hóppöntun með miklum afslætti þá þarf ákveðinn lágmarksfjölda til að pöntunin gangi í gegn og félagsmenn fá fatnaðinn ekki afhentan fyrr en síðsumars 2017. Fatnaðurinn er greiddur við afhendingu og verðið miðast við gengisskráningu Evru samkvæmt Seðlabanka Íslands 19. september 2016.
Göngujakkarnir eru af tegundinni Marmot Minimalist með goretexi og kosta 20 þúsund.
Peysurnar eru af tegundinni Marmot Stretch Fleece með vasa á upphandlegg og kosta 10 þúsund.