Áheitaganga Ferðafélags Mýrdælinga !
18. júlí nk. Stendur Ferðafélag Mýrdælinga fyrir áheitagöngu til fjáröflunar vegna endurbyggingar Deildarárskóla sem stendur undir Barði í Höfðabrekkuafrétti.Gengið verður frá Deildará þaðan sem Deildarárskóli var reistur 1904 en hann var síðar fluttur undir Barð í Höfðabrekkuafrétti um 1970. Frá Deildará er gengið eftir gamalli þjóðleið sem liggur yfir Fall og í gegnum Heiðardal, þaðan í Kárhólma, yfir Koltungur og áfram um Sund í Ausubólshóla og inn að Barði þar sem göngu líkur. Lagt er af stað kl. 10:00 árdegis og er gönguleiðin um 15 km, áætlað er að gangan taki um 6 klst. Bíll mun fylgja úr Heiðardal inn í afrétt til að ferja fólk yfir þær ár sem erfitt er að vaða.
Við Hvetjum þig til þess að ganga með okkur og leggja þannig þitt af mörkum við endurbyggingu Deildarárskóla sem verður í framtíðinni gönguskáli Ferðafélags Mýrdælinga.Boðið verður upp á léttar veitingar til sölu inn í Deildarárskóla að göngu lokinni fyrir þá sem vilja taka sunnudagsbíltúr inn í afrétt og kíkja á hvað búið er að gera.
Mikilvægt er að fólk skrái sig í gönguna annaðhvort á myrdalur@gmail.com eða hjá Guðjóni s: 8588179 eða Eiríki s: 8662632 fyrir 16. júlí.