Áheitaganga gekk vel

Áheitagangan tókst mjög vel

Það voru 22 sem hófu gönguna við Deildará og luku henni allir. Gangan tók um 6,5 klst. 242.700 kr söfnuðust. Ferðafélagið þakkar fyrirtækjum og einstaklingum sem hétu á gönguna, þeim sem gengu og öllum öðrum sem hjálpuðu til með einhverju móti.

Eftirtaldir styrktu gönguna með áheitum:

Bíladrangur
Halldórskaffi
Víkurhús
S.T. Vélaverkstæði
Leirbrot og gler
Ferðaþjónustan Vellir
Tjaldstæðið Vík
Trévík
Fagradalsbleikja
Höfðabrekka
Norður-Vík
Klakkur ehf
Framrás
Dogsledding
BVT ehf
E. Guðmundsson
Kolbrún Hjörleifs
Víkurprjón
Einar Þorsteinsson
Anna Björnsdóttir
Sævar B. Arnarson
Grappa
Auðbert og Vigfús
Ferðaþjónustan Sólheimahjáleiga
Þórisholt ehf

Myndir sem teknar voru í göngunni eru nú komnar í myndaalbúmið. Þá hef ég einnig sett inn eldri myndir.

Kv. Siggi

» 0 hafa sagt sína skoðun

01.07.2010 16:57:58 / siggi

Áheitaganga Ferðafélags Mýrdælinga 18. Júlí 2010 !

Eins og mörgum er kunnugt rigndi ösku yfir Mýrdal og Eyjafjöll í vetur vegna eldsumbrota í Eyjafjallajökli. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að hætta við gönguferð í Hvítmögu Laugardaginn 17. júlí 2010. Í Hvítmögu er mikið af ösku og ekki ráðlegt að fara þangað. Við vonumst samt sem áður til að geta gengið í Hvítmögu á svipuðum tíma að ári.

Ferðafélagið ákvað á aðalfundi sínum í júní að standa fyrir áheitagöngu frá Deildará að nýbyggingu Deildarárskólans fyrir neðan Barð, leiðin er um 15 km. Farið verður af stað klukkan 10:00 sunnudagsmorguninn 18. júlí og er áætlað að gangan taki um sex klst. Öllum er velkomið að ganga með en æskilegt er að fólk sé í einhverju gönguformi. Nú þegar er byrjað að safna áheitum frá fyrirtækjum og einstaklingum. Mikilvægt er að fólk skrái sig í gönguna annaðhvort á myrdalur@gmail.com eða hjá Guðjóni s: 8588179 eða Eiríki s: 8662632 fyrir 16. júlí.

Hvert fyrirtæki eða einstaklingur heitir x kr á hvern þann sem klárar gönguna, þ.e. gengur frá upphafi til enda. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að fá þig til að ganga með okkur.

Sú upphæð sem safnast af þessari áheitagöngu er til fjáröflunar uppbyggingu Deildarárskólans.

Að göngu lokinni verður seldar léttar veitingar í Deildarárskóla en göngufólk fær að sjálfsögðu fríar veitingar.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest

Ferðafélag Mýrdælinga