Áhugvert nám tengt útivist og ferðamennsku

Áhugavert samnorrænt nám í útivist

Kæri ferðafélagi,

Ég vil vekja athygli ykkar á spennandi samnorrænu útivistarnám sem heitir Nordisk Friluftsliv. Nú er tekið á móti umsóknum í námið og er umsóknarfrestur til 15. maí.

Nordisk Friluftsliv er samstarfsverkefni sjö háskóla á Norðurlöndunum, þ.á.m. Háskóla Íslands. Verkefnið gengur út á að skólarnir bjóða í sameiningu uppá eins árs útivistarnám þar sem nemendur fara á milli landa og læra fjölmargt á sviði útivistar.

Nánari upplýsingar má sjá hér: http://www.hi.is/is/frettir/eins_ars_utivistarnam_a_nordurlondunum

Með Ferðafélagskveðju,

Jakob Frímann Þorsteinsson

aðjúnkt / adjunkt