Allt að verða grænt í Langadal

Náttúran er að lifna við í Langadal
Náttúran er að lifna við í Langadal

„Það er mjög fínt hérna núna. Við höfum séð rosalega miklar breytingar á náttúrunni undanfarnar tvær vikur. Það er allt að vera grænt.“

Njáll Guðmundsson er skálavörður í Langadal í sumar. Hann er búinn að vera inni í Þórsmörk frá miðjum maí og verður væntanlega til loka september. Þetta er í fyrsta skipti sem hann tekur að sér þetta verkefni, en Njáll var að klára vélaverkfræðina.

Skelltu þér í Langadal

„Það var 18 stiga hiti hérna í síðustu viku, en mjög vont veður eiginlega allan maí. Það gerði vetrarbyl hér um hvítasunnuhelgina.“

Njáll segir að ferðafólkið sé farið að láta sjá sig. Aðallega eru útlendingar á ferð. Fólk hefur mikið verið að spyrja um Laugaveginn og hvenær hann opni. Nú er búið að opna hann. Eins hefur eitthvað af fólki verið að taka Fimmvörðuhálsinn. „Það er ennþá talsverður snjór þar,“ segir Njáll.

Það er alltaf erilsamt í Langadal, enda vinsæll áfangastaður. Undanfarið hafa skólahóparnir verið að koma, en það er núna búið. Þá taka ferðamennirnir við. Njáll og hinir starfsmenn FÍ í Langadal hafa nóg á sinni könnu.

„Það er alltaf nóg að gera.“

Njáll Guðmundsson við SkagfjörðsskálaNjáll tók þessa mynd í Þórsmörk í vikunni