Allt um tröllaörnefni

Tröllakirkjurnar eru nokkrar á Íslandi. Hér má sjá Tröllakirkju í Þórsmörk.
Tröllakirkjurnar eru nokkrar á Íslandi. Hér má sjá Tröllakirkju í Þórsmörk.

Fjallað verður um örnefni tengd tröllum og goðum á fyrirlestri Nafnræðifélagsins næsta laugardag 24. febrúar.

Fyrirlesturinn hefst kl. 13:15 og er haldinn í stofu 101 í Lögbergi í Háskóla Íslands.

Það er Sigurður R. Helgason, framkvæmdastjóri, sem flytur erindið sem hann nefnir: Tröllaörnefni og framhaldslíf goðanna.

Í fyrirlestrinum verður gerð verður grein fyrir helstu einkennum tröllaörnefna á Íslandi s.s. fjölda, dreifingu, staðháttum, aldri og áhugaverðum flokkum tröllaörnefna.

Fjallað er sérstaklega um örnefnið Tröllakirkja. Þá verður bent á og rætt um nokkur goðkennd örnefni, sum þeirra lítt þekkt, sem svipar um margt til tröllaörnefna hvað staðhætti varðar.

Fyrirlesturinn er studdur fjölda mynda frá Íslandi, Noregi og víðar.

Sigurður hefur áður flutt erindi hjá félaginu og birt greinar um goðsöguleg örnefni.