Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur, höfundur árbókar FÍ 2008
Árbók FÍ 2008, Úthérað ásamt Borgarfirði eystra, Víkum og Loðumundarfirði, eftir Hjörleif Guttormsson náttúrufræðing var í gærkvöldi tilnefnd til bókmenntaverðlauna.
Ferðafélagið sendir Hjörleifi hamingjuóskir með þann heiður og viðurkenningu sem bókinni er sýndur með þessari tilnefningu.
Árbókin 2008 er sjötta árbókin sem Hjörleifur skrifar fyrir félagið en árbækur FÍ eru nú 81 talsins og hafa komið út í óslitinni röð frá 1928 og er einstök ritröð um náttúru landsins.