Árbók FÍ 2012 - Skagafjörður vestan vatna

Á dögunum rituðu Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri FÍ og Páll Sigurðsson lagaprófessor við Háskóla Íslands undir ritsamning þess efnis að Páll Sigurðsson skrifar árbók FÍ 2012 um Skagafjörð. Þá liggja fyrir ritsamningar við árbókarhöfunda fram til ársins 2013.  Áríð 2010 fjallar árbók FÍ um Torfajökulssvæðið og Friðland að fjallabaki, 2011 um Dalina, 2012 um Skagafjörð og 2013 um Vopnafjörð og Melrakkasléttu.  Höfundar eru Árni Björnsson þjóðháttarfræðingur, Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ, Páll Sigurðsson lagaprófessor og Hjörleifur Guttormsson náttúrufræðingur.

 

Í ritsamningi um árbókina 2012 segir meðal annars:

 

 

1. grein

Höfundur tekur að sér að semja ritið:  Skagafjörður vestan Vatna,  frá Skagatá að Jökli   [vinnuheiti] 

 2. grein

Nánari lýsing ritverksins og efnisafmörkun:Árbókin skal taka til þess svæðis sem tilheyrir Skagafirði vestan Héraðsvatna og Austari-Jökulsár, allt frá Skagatá í Norðri suður að Hofsjökli, með inngangskafla um Skagafjörð og Skagfirðinga. Fjallað verður um Hegranes í árbókinni en Drangey verður hluti af síðari árbók um Skagafjörð austan vatna. Byggðum skal lýst á hefðbundinn hátt og land og saga tengd eins og kostur er á. Landi er lýst bæði á byggðum svæðum jafnt sem á heiðum og fjöllum. Tengja skal lýsinguna við ferðamennsku og benda á áhugaverðar gönguleiðir.Huga skal að sögu héraðsins og fjalla um álfa, drauga og aðrar verur. Kveðskapur er frægur í héraðinu og þarf hann að koma að í ritinu með einhverjum hætti.Gæta skal að því að jafnvægi verði í textanum þannig að allir hlutar svæðisins fái nægjanlega umfjöllun.