Árbókarferð FÍ

Fararstjóri: Jón Torfason, Sigrún Valbergsdóttir                                        

Undir leiðsögn ritstjóra árbókar F.Í. 2007 verður lagt af stað frá Mörkinni 6 kl 9 á laugardagsmorgni og haldið norður í land. Boðið verður upp á sambland af rútu og gönguferð, þar sem gert er ráð fyrir að hluti hópsins geti sleppt göngu.

Á dagskrá fyrri dags er Spákonufell, Króksbjarg, Hafnir, Kálfshamarsvík, kirkjan að Hofi (elsta hús sýslunnar), Skagaströnd og Höfðinn. Einnig gljúfur Laxár í Refasveit, Hildebrandshús á Blönduósi og/eða Heimilisminjasafnið. Gisting á Blönduósi  Á öðrum degi stefnir  göngufólk á Jörundarfell og Vatnsdalsárgil. Á meðan fer rútan út að Þingeyrum og síðan verður gengið meðfram Húnavatni. Skoðunarferð um Vatnsdalinn og litið á Vatnsdalshóla, Kattaraugað, Kornsárhúsið, Hof og Hvammsskriður. Möguleiki er á hringferð upp í Blöndudal með skoðunarferð í stöðvarhús Blönduvirkjunar. Þaðan er ekinn Kjalvegur fram að stíflu og síðan ekið niður í Vatnsal ofan frá.

Þátttakendum stendur til boða að taka þátt í sameiginlegum kvöldverði á Blönduósi, súpa, lambalæri og kaffi á kr. 2000, sem og í máltið á sunnudegi, súpa, brauð og kaffi á kr. 2000 á Gauksmýri.

Þátttakendur þurfa að taka með sér svefnpoka og nesti fyrir morgunverð á sunnudag og annað nesti.

Verð kr. 12000 / 14000

Innifalið: rúta, gisting og fararstjórn.