Árbókarferð með Árna Björnssyni - Í dali vestur - sunnudagur 14. ágúst

Árbókarferð FÍ 2011 með Árna Björnssyni þjóðháttafræðingi höfundi árbókar Í Dali vestur.   

Sunnudagur 14. ágúst
Brottför kl. 8 með rútu frá Mörkinni 6

Leiðsögn hefst á veginum yfir Bröttubrekku þar sem gerð væri grein fyrir hinni upphaflegu Bröttubrekku, sagt frá Grettisbæli og viðureign Grettis og Þórodds Snorrasonar goða. Hægt á við sögustaðina Sauðafell og Kvennabrekku og skroppið að Snóksdal, en þaðan farið að fæðingarstað Leifs heppna á Eiríksstöðum í Haukadal og fólki hleypt út í fyrsta sinn.

Þaðan haldið að  Hrútsstöðum, þar sem er góð sýn yfir Suður-Dali, framhjá Kambsnesi gegnum Búðardal upp að sögustaðnum Hjarðarholti.   Þaðan er ekið að æskuslóðum Guðrúnar Ósvífursdóttur á Laugum þar sem boðið er uppá súpu og brauð í hádegisverð.

Að loknum hádegisverði er farið út Fellströnd framhjá Staðarfelli, Galtardal og Dagverðarnesi.  Áfram út að Klofningi þaðan sem er víðust sýn yfir Breiðafjörð og fólki hleypt út ef þannig viðrar. Síðan inn Skarðströnd og litið á forna kirkjumuni á Skarði.  

Áfram ekið inn í Saurbæ þar sem skáldin Stefán frá Hvítadal, Jóhannes úr Kötlum og Steinn Steinarr voru samtímis.  Skroppið inn í Ólafsdal ef tími leyfir. Úr Saurbænum fylgt slóð Kjartans Ólafssonar suður Svínadal gegnum Mjósund og bíll stöðvaður andspænis bardagastaðnum Hafragili. Þaðan framhjá Sælingsdalstungu og ekið í Búðardal þar sem kvöldverður bíður á veitingahúsinu Leifsbúð.

Frá Búðardal er farið fram Laxárdal og bíll stöðvaður á 2-3 sögustöðum án útgöngu. Síðan yfir Laxárdalsheiði í Hrútafjörð og litið á nokkra merka bæi sem nefndir eru í árbókinni. Þaðan suður Holtavörðuheiði og til Reykjavíkur.

Þetta er fyrst og fremst rútuferð með leiðsögn og lítið gengið í ferðinni.

Gert er ráð fyrir að koma til Reykjavíkur er líður á kvöld.  

Þátttakendur taka með sér nesti fyrir daginn, t.d. heitt á brúsa og samlokur.

Verð kr. 8.000/10.000
Rúta, fararstjórn, hádegisverður og kvöldverður innifalinn í verði.