H-5
Dagsetning: 7.8.2010
Brottfararstaður: Landmannalaugar
Viðburður: HÁLENDIÐ: Fegurð Friðlands að Fjallabaki - Árbókarferð
Erfiðleikastig:
Lýsing:
H-5
HÁLENDIÐ: Fegurð Friðlands að Fjallabaki - Árbókarferð
7.-8. ágúst
Fararstjóri: Ólafur Örn Haraldsson
Hægt er að velja hvort gengið er báða dagana eða annan hvorn daginn. Helgarferð eða tvær dagsferðir um ótroðnar slóðir og ein fegurstu svæði Friðlands að Fjallabaki. Ekið í einkabílum og sameinast um akstur til og frá Landmannalaugum.
7. ágúst: Laugardagur, 16-22 km
Gengið á laugardeginum af Landmannaleið upp í gegnum Klukkuskarð milli Mógilshöfða upp að suðurenda Háöldu. Þar skiptast leiðir fleirra sem ganga báða dagana og hinna sem ætla eingöngu að ganga fyrri daginn og fara þeir í Landmannalaugar eftir að hafa gengið yfir Háöldu ef veður leyfir. Þeir sem ganga báða dagana halda áfram í Hrafntinnusker og gista þar.
8. ágúst: Sunnudagur, 16-24 km
Seinni daginn er gengið úr Hrafntinnuskeri yfir Reykjafjöll og niður í Hattver, vaðið yfir litla kvísl, gengið upp Uppgönguhrygg á Skalla og þaðan í Landmannalaugar. Þennan dag eru skoðuð ein fegurstu svæði Friðlandsins, þ.ám. Háuhverir og Tvílitafossar, og gengið niður fjárgötur á Sauðanefi við stórbrotin Hamragil. Þeir sem vilja aðeins ganga seinni daginn þurfa að vera komnir í Hrafntinnusker kl. 8 á sunnudagsmorgninum, annað hvort með því að gista í Hrafntinnuskeri eða koma um morguninn. Frá Landmannalaugum í Hrafntinnusker eru 12 km eftir Laugaveginum.
Verð: 24.000 helgarferð / 10.000 dagsferð.
Innifalið: Gisting og fararstjórn.