Árbókarferð um Norðausturland

Árbókarferð um Norðausturland

22.–23. júní 2013

Fararstjóri: Hjörleifur Guttormsson höfundur árbókar FÍ 2013

Verð í ferðina er kr. 15.000/ 18.000 ( miðað við brottför frá Egilsstöðum )
Innifalið: Rúta, gisting, fararstjórn
Tilboð í flug: Reykjavík - Egilsstaðir - Reykjavík er kr. 26.300 og bókast og greiðist sérstaklega.

Árbókarsvæðið nær meðal annars yfir Vopnafjörð, Langanesströnd, Þórshöfn og Langanes, Þistilfjörð, Melrakkasléttu, Núpasveit, Öxarfjörð og Hólsfjöll. Afréttum og fjalllend viðkomandi byggðarlagai einnig lýst  í árbókinni.

Ferðatilhögun: 2ja daga rútuferð frá Egilsstöðum norður um Vopnafjörð, Langanes, Þistilfjörð, Sléttu, Núpasveit, Öxarfjörð og Hólsfjöll og til baka um þjóðveg 1 í Egilsstaði.

 Fólk hafi með sér nestisbita fyrir báða dagana, en kostur gæfist til að kaupa hressingu á Vopnafirði (súpa) og kvöldverð og morgunverð á Ytra-Lóni. Hugsanlega léttan miðdegisverð á Hótel Norðurljósi á Raufarhöfn.

 Fyrri dagur:

Lagt af stað kl 10 f.h. frá Egilsstöðum (eftir komu morgunflugs frá Rvík). Ekið um Hellisheiði. Áning á völdum stöðum. Viðkoma í Kaupvangi Vopnafirði (ca. kl.14–15).

 Gisting á Ytra-Lóni Langanesi. Árbókarkynning og árbókarkynning um kvöldið.

Síðari dagur:

Brottför 09 frá Ytra-Lóni. Skroppið út að Heiði. Síðan um Þórshöfn, vestur Þistilfjörð, til Raufarhafnar og út fyrir Sléttu. Stans síðdegis í Ásbyrgi. Upp með Jökulsá að austan að Dettifossi. Viðkoma á Grímsstöðum og Biskupshálsi og síðan sem leið liggur í Egilsstaði, - fyrir síðasta flug suður.

 Ábendingar um áningarstaði (yfirleitt stuttur stans) á leiðinni:

Fyrri dagur:

Landsendi yst í Jökulsárhlíð.

Böðvarsdalur.

Vindfell.

Gljúfursá.

Syðri-Vík.

Refsstaður.

Bustarfell.

Hof.

Kauptúnið á Tanga: Kaupvangur (súpa!), Leiðarhöfn.

Selárdalslaug.

Bakkafjörður (Höfn) – Steintún

Skeggjastaðir

Gunnólfsvík

Þórshöfn – Ytra-Lón.

 Síðari dagur:

Heiði Langanesi

Sauðanes

Gunnarsstaðaás

Svalbarð

Rauðanes (ganga ca 1 klst.)

Hófaskarð

Raufarhöfn (Höfði, Hótel Norðurljós)

Kópasker

Byggðasafn N-Þing v/Snartarstaði

Skinnastaður

Ásbyrgi

Dettisfoss

Grímsstaðir

Biskupsháls.

 Þátttakendur skrái sig með góðum fyrirvara (minnst mánuði fyrir brottför).

Þátttakendur af heimaslóðum geta  komið inn í ferðina á helstu áningarstöðum, þ.e. Vopnafirði, Bakkafirði og Þórshöfn, en yrðu að tilkynna sig ætli þeir að fá far með rútu.