Árbókarhöfundur með fyrirlestur

Nafnfræðifélagið

 Laugardaginn 19. mars nk. verður fræðslufundur Nafnfræðifélagsins ístofu 131 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands, og hefst hann kl.13.15.

Árni Björnsson dr. phil. heldur erindi sem hann nefnir Dularfull örnefni í Dölum en Árni er höfundur árbókar FÍ 2011 Í DALI VESTUR.

„Ætlunin er að benda á nokkur staðaheiti á svæðinu kringum Hvammsfjörð og Gilsfjörð, en ég vel fremur þau örnefni sem eru heldur óvenjuleg og merkingin liggur ekki í augum uppi, ekki bæjarheiti einsog til dæmis Hóll eða Hlíð. Því fer fjarri að ég sjálfur kunni afdráttarlausa skýringu á öllum þessum örnefnum. Ég ætla að byrja hringinn úti á Skógarströnd og þræða síðan dali og strendur vestur og norður um eftir því sem tími vinnst.“

 Erindið tekur um 40 mínútur.

 (Fréttatilkynning)