Árbókin í prentsmiðju

Árbók FÍ 2007 er nú í prentun.  Árbókin er um Austur Húnavatnssýlsu og ritar Jón Torfason sagnfræðingur textann í  bókinni.  Jón Viðar Sigurðsson formaður ritnefndar annaðist ritstjórn Guðmundur Ó Ingvarsson sá um  kortagerð að venju.  Daníel Bergmann braut um bókina. Fjölmargir lögðu til myndir í bókina.  Félagsmönnum í Ferðafélaginu verður sendur greiðsluseðill fyrir árgjaldinu seinnipartinn í apríl og fá síðan árbókina ásamt nýju félagsskírteini sent heim eftir að hafa greitt árgjaldið.