Annar þáttur Áttavita Ferðafélags Íslands er kominn í loftið. Að þessu sinni ræðir Bent Marinósson við Döllu Ólafsdóttur og Matthías Sigurðarson, umsjónarmenn Ferðafélags barnanna.
Það sem gerir ferðir með Ferðafélagi barnanna sérstakar eru að þær eru farnar á forsendum barnanna og sniðnar að þörfum þeirra. Í þættinum ræða þau meðal annars um upplifanir barna á ferðalögum, hvernig börnin sjá náttúruna öðruvísi hinir fullorðnu og ævintýri barnanna á ferðalögum með Ferðafélagi barnanna.