Áttaviti Ferðafélags Íslands er hlaðvarp ferðafélagsins. Gestur í þættinum að þessu sinni er fararstjórinn og sálfræðingurinn Sigríður Lóa. Hún hvetur okkur að njóta ferðlagsins og gleyma ekki að gefa okkur tíma til að njóta augnabliksins. Sigríður Lóa minnir okkur einnig á mikilvægi hreyfingar í baráttunni gegn algengra lýðheilsusjúkdóma á borð við þunglyndi og kvíða.
Núvitund
Sigríður Lóa gefur okkur góð ráð um hvernig við fáum mest út úr ferðalaginu og hvernig við hvetjum okkur áfram þegar líkaminn er búinn að gefast upp - hvernig við köllum fram andlegan styrk í að klára verkefnið.