Áttavitinn: Nýtt FÍ hlaðvarp

Í Áttavitanum, nýjum hlaðvarpsþáttum sem nú hefja göngu sína hér á vefsíðu FÍ, verður spjallað við útivistarfólk og forvitnast um ýmislegt sem viðkemur ferðamennsku og öryggi á fjöllum. Það er Bent Marinósson sem hefur umsjón með Áttavitanum.

Í fyrsta þættinum er spjallað við John Snorra Sigurjónsson fjallagarp með meiru.

John Snorri er sex barna faðir og heimsklassa fjallgöngumaður.  Hann hefur, fyrstur Íslendinga, klifið K2 sem er annað hæsta fjall heims og jafnframt eitt það alhættulegasta. Aðeins um 2/3 þeirra sem reyna við fjallið komast lífs af. John er gæddur mörgum hæfileikum, hann er vélfræðingur og viðskiptafræðingur en eins og hann segir sjálfur, að upplagi sveitastrákur úr Flóanum. 

Í þættinum spjalla þeir Bent og John Snorri vítt og breitt um ferðalög Johns, hættur og sigra, óttann og þá einbeitingu sem þarf til ná árangri. 

John Snorri á K2