Ferðafélag Íslands og Fjörðungar Grenivík hafa bætt á sumardagskrá sína ferð í Fjörður, fjögurra daga gönguferð dagana 12. -15. júlí. Fararstjóri verður Valgarður Egilsson læknir, reyndur fararstjóri.
Fjörðungar hafa veg og vanda af ferðinni. Fulltfæði alla daga. Tjöld og svefnpokar í trússi (hestar). Snyrtiaðstaða í skálum. Fjórir göngudagar. 1. út Látraströnd, í Látur. 2. yfir í Keflavík. 3. Yfir í Hvalvatnsfjörð, síðan ekið síðasta spölinn í Gil. 4. Gengin gamla leiðin austur á Flateyjardal um Bjarnarfjallsskriður, síðan ekið inn Flateyjardalsheiði til Grenivíkur.
Upplýsingar hjá skrifstofu FÍ, fararstjóra (VE 862-5167, 543-8032) eða hjá Fjörðungum (Jón Stefán Ingólfsson, Grenivík)
Sjá nánar á heimasíðu Fí www. fi.is eða Fjörðunga www.fjordungar.com