Aukaferð um hinn Óeiginlega Laugaveg

P og R

 

 

 

Vegna breytinga verður farin aukaferð um Óeiginlega Laugaveginn dagana 18-23 júlí. Gengið er um afkima og fáfarnar slóðir í nágrenni hins hefðbundna Laugavegar og ýmsar fáséðar náttúruperlur skoðaðar. Sjóðandi tjarnir, gashverir, ölkeldur og margt fleira ber fyrir augu.
Fararstjórar í þessari ferð eru Páll Ásgeir Ásgeirsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir en þau komu þessari ferð á fót fyrir nokkrum árum og hafa færri komist að en vilja.
Farangur þátttakenda er fluttur milli skála og þeir ferðast með dagpoka. Gist er í Hrafntinnuskeri, Hvanngili, Emstrum og Langadal. Óeiginlegur Laugavegur er um 80 km á lengd en hefðbundin leið um Laugaveginn er 56 km.
Skráning á skrifstofu FÍ í síma 568-2533.