Laugavegurinn, óbyggðaganga 28/7 til 1/8 (5 dagar)
FÍ býður upp á aukaferð um Laugaveginn 28. júlí, vegna mikillar eftirspurnar.
Gengið frá Landmannalaugum til Þórsmerkur um vinsælustu gönguleið í óbyggðum Íslands. Ferðin er frábrugðin hefðbundinni Ferðafélagsferð að því leyti að gist er fyrstu nóttina í Landmannalaugum og því gefst tími til gönguferðar um svæðið og til baða í heitu laugunum. Á öðrum degi er gengið að Álftavatni en höfð góð áning í Hrafntinnuskeri og síðan eru það Emstrur og Þórsmörk.
Félagsverð kr. 55.000 Utanfélagsverð kr. 58.000
Gengið frá Landmannalaugum til Þórsmerkur um vinsælustu gönguleið í óbyggðum Íslands. Ferðin er frábrugðin hefðbundinni Ferðafélagsferð að því leyti að gist er fyrstu nóttina í Landmannalaugum og því gefst tími til gönguferðar um svæðið og til baða í heitu laugunum. Á öðrum degi er gengið að Álftavatni en höfð góð áning í Hrafntinnuskeri og síðan eru það Emstrur og Þórsmörk.
Þegar talað er um að allt sé innifalið er átt við eftirfarandi:
Fullt fæði frá hádegi á fyrsta degi fram að morgni síðasta dags
Svefnpokagistingu í Ferðafélagsskálum (4 nætur)
Rútuferð í Landmannalaugar og frá Þórsmörk
Fararstjóra með íslensku og ensku
Brottför með rútu frá Mörkinni 6 kl.08,30 og ekið austur í Landmannalaugar, en þangað er komið um hádegið. Eftir hádegisverð er haldið í göngu upp á Bláhnúk og síðan er tilvalið að skella sér í heitu laugarnar fyrir kvöldmatinn. Gist í Landmannalaugaskála. 3 - 4 klst. ganga.
Þetta er lengsti göngudagur ferðarinnar svo gott er að þurfa ekki að bera annað en dagpoka með nauðsynlegum aukafatnaði og nesti til dagsins og ekki er slæmt að geta hvílt sig á miðri leið í Hrafntinnuskersskálanum. Eftir hvíldina þar ætti leiðin niður að skálanum við Álftavatn að verða auðveldari.
8 - 9 klst. ganga.
Þennan dag er landslagið fremur flatlent með söndum og ám sem eru allar brúaðar nema Bláfjallakvísl en hún er ekki erfið yfirferðar. Byrjað er á að ganga yfir í Hvanngil og síðan er haldið niður Emstrur í skálann í Botnum. Tækifæri gefst til að skoða tilkomumikil Markarfljótsgljúfrin. 6 - 7 klst. ganga.
Dagur 4 Emstrur (500m) - Þórsmörk/Langidalur (200m)
Það er byrjað á að halda niður á brú á Fremri-Emstruá og gengið um Almenninga suður til Þórsmerkur. Til að komast inn á Þórsmörk þarf að vaða Þröngá en þaðan er stutt yfir í Skagfjörðsskála í Langadal, Þórsmörk þar sem er gist og haldin vegleg grillveisla um kvöldið. 6-7 klst. ganga.
Haldið heim um morguninn og skoðuð Stakkholtsgjá og stansað við Seljalandsfoss áður en ekið er til Reykjavíkur og komið heim síðdegis.
Athugið: Nauðsynlegt að þátttakendur séu vel á sig komnir líkamlega. Rétt er að vera vel búinn hvers kyns veðuraðstæðum því ekki er alltaf að treysta á hagstætt veður þó um hásumar sé. Kynnið ykkur því vel útbúnaðarlista fyrir ferðina.