Nú hefur verið sett upp aukaferð um Vatnaleiðina svokölluðu þar sem gengið er að Hlíðarvatni, Hítarvatni, Langavatni og Hreðavatni auk þess sem gengið verður hæstu fjöll á leiðinni. Fararstjórar eru þeir fjallabræður Örvar og Ævar.....
Ferðin er bakpokaferð, þ.e. gengið með allt á bakinu.
Vatnaleiðin + fjallgöngur : Hlíðarvatn–Hítarvatn–Langavatn–Hreðavatn
fimmtudagur 11. ágúst - sunnudagur 14. ágúst, 4 dagar
Fararstjórar Ævar Aðalsteinsson og Örvar Aðalsteinsson.
Hámarksfjöldi: 20
1. dagur: Mæting í Mörkinni Ferðafélag Íslands kl. 08.00. og ekið í rútu að Hlíðarvatni en þar hefst gangan. Gengið upp Djúpadal og Þverdal á Geirhnúk (898m) og Hvolaborg, sem eru hæstu fjöll vestan Hítarvatns. Gengið niður í Hítardal norðan Hítarvatns og tjaldað í Tjaldbrekku.
2. dagur: Gengið og vaðið yfir Austurá að Foxufelli og austur í Þórarinsdal. Tjaldað undir Smjörhnúkum. Síðan er gengið á Smjörhnúka og Tröllakirkju sem eru hæstu fjöll á svæðinu (941m). Komið aftur í tjaldstað í Þórarinsdal.
3. dagur: Gengið austur Þórarinsdal í Gvendarskarð. Farið að Háleiksvatni. Gengið um Hafradal og austur fyrir Langavatn og tjaldað við Torfhvalastaði. Þar er skáli og hægt að gista þar ef fólk vill.
4. dagur: Gengið suður fyrir Beylá yfir Beylárheiði og og gengið á Vikrafell. Þaðan er gengið niður að Hreðavatni og að Bifröst. Þar endar ferðin. Á Bifröst verður farið í heitan pott og borðuð sameiginleg máltíð áður en haldið er til Reykjavíkur í rútu.
Innifalið: Rúta frá Reykjavík og til baka, fararstjórn pottur og sameiginleg máltíð í lok ferðar. Verð: 25.000 / 30.000