Bakskóli FÍ - gönguferðir fyrir bakveika

  

Bakskóli Ferðafélags Íslands

Ferðafélag Íslands stendur fyrir gönguferðum fyrir bakveika í apríl – júní. Léttar gönguferðir með styrkjandi stöðuæfingum 3 í viku auk heimaverkefna og þegar liður á verkefnið verður farið í léttar fjallgöngur.

 Bakmeiðsli er hvimleiður kvilli sem hrjáir stóran hóp fólks.

 Gönguferðir og styrkjandi æfingar geta í mörgum tilfellum gert gæfumuninn og komið fólki á beinu brautina á ný.

 Sérstakur kynningarfundur fyrir bakskóla FÍ verður haldinn þriðjudaginn 26. mars kl. 20 í sal FÍ Mörkinni.

 Umsjónarmenn með gönguferðum í bakskólanum eru íþróttakennarar og sjúkraþjálfarar.

 Ekki vera í baklás – skráðu þig inn – drífðu þig út

 Verð í bakskólann verður kynnt í kynningarfundinum