Bakskóli FÍ næstu ferðir

Bakskóli FÍ fimmtudaginn 20. júní  hópurinn við afleggjarann að Helgadal, næstu beygju til hægri áður en komið er að Gljúfrasteini, þar bíður fararstjóirinn og haldið í sameiningu að bílastæði þaðan sem gengið er á Grímarsfell.  Gangan hefst kl. 18 - góð gönguferð á Grímarsfell - tími fer eftir veðri og stemmingu.

Laugardaginn 22. júní verður gengið á Esjuna að Steini.  Mæting við bílastæðið við Mógilsá og brottför kl. 10.30 á laugardagsmorgni. gangan tekur ca einn og hálfan tíma.

Lokafjallgangan fyrir sumarfrí verður á Búrfell í Grímsnesi og dagsetning ákveðin í sameiningu þegar allir, eða sem flestir komast.

Bakskóli FÍ mánudag 24. júní og fimmtudaginn 27. júní,   hópurinn hittist á bílastæðinu við hús Sjálfsbjargar við Elliðahvamm kl 18.00.
Ekið frá Breiðholtsbraut, upp Vatnsendaveg og niður Elliðahvammsveg. Framhjá eggja og kjúklingabúinu við Elliðahvammsveg.
Gönguferð í 75 mín, stöðuæfingar og teygjur.
Mætið vel búin í góðum göngufatnaði og gönguskóm / íþróttaskóm.


Leiðbeinandi er Steinunn Leifsdóttir Sími: 865-4364

nýtt ja.is elliðahvammur