BANFF Film Festival

Ævintýraþrá, adrenalín, frelsi og útivist í bíó!

 

17-18. maí - klukkan 20:00 – í Bíó Paradís

 

 

Íslenski alpaklúbburinn heldur árlegu alþjóðlegu fjalla- og útivistarhátíðina BANFF Film Festival nú í maí. Þá verða sýndar bestu stuttmyndir ársins af afrekum og ævintýrum einstaklinga sem stunda jaðaríþróttir á borð við fjallamennsku, snjóbretti, fjallahjól, klifur, skíði, kajak, base jump og fleira. Myndefnið er mikið sjónarspil og er frábær skemmtun fyrir alla sem una útivist en ekki síður fyrir þá sem vilja fylgjast með úr fjarska og kjósa örugg og þægileg sæti...

 

Efniviðurinn er ýmist ærslafullur og djúpstæður þar sem sýndar eru sögur af einstaklingum sem ögra sjálfum sér, leita á vit ævintýranna og njóta frelsisins utan samfélagslegra múra.

 

Viðburðurinn hefur farið vaxandi með hverju ári, með 400 gestum á tveimur sýningarkvöldum þar sem horft er á samtals fjóra tíma af fjöri. Hátíðin verður nú haldin í Bíó Paradís og er vonast til þess að ná til breiðari hóps áhorfenda, enda myndefni sem getur fyllt marga eldmóði.

 

Allar nánari upplýsingar um viðburðinn, ásamt kynningarmyndbandi og dagskrá, má finna hér: www.isalp.is/banff

 

Sé áhugi á að gera frétt og/eða taka viðtal við Íslenska alpaklúbbinn vegna þessa stórviðburðar er hægt að hafa samband við Ágúst Kristján Steinarrsson, sími: 775-1122, e-mail: agustkr@gmail.com

 

 

 

Ísalp – klúbbur fyrir “jaðar útivistarfólk”

Markmið Ísalp er að efla áhuga manna á fjallamennsku í greinum eins og klettaklifri, ísklifri, fjallaskíðun, snjóbretti, alpinisma og margt fleira.  Boðið er upp á námskeið í flestum þáttum fjallamennskunnar, farnar eru ferðir við flestra hæfi, haldnar eru sýningar og myndbandskvöld og gefið er út ársrit Ísalp. Allar upplýsingar um starfsemi félagsins má finna á vef félagsins, www.isalp.is.