Barnavagnavika FÍ 11. - 15 maí

Gönguferðir í barnavagnaviku FÍ eru léttar skemmtilegar gönguferðir um góða göngustíga þar sem þægilegt er að ganga með barnavagna og kerrur.

Allar gönguferðirnar hefjast frá stað þar sem aðgengi er gott, hægt er að komast í húsaskjóla og nóg er af bílastæðum.

Á gönguferðinni, í upphafi hennar og enda verða laufléttar og stuttar æfingar/upphitun/teygjur.

Hver gönguferð tekur 75 - 90 mínútur.

Um að gera að taka alla með í fjölskyldunni, pabbi, mamma, afi og amma, systkini, frændur og frænkur.

Þátttaka er ókeypis - allir velkomnir.

Mánudagur 11. maí kl. 16.  Lagt af stað frá Perlunni og gengið um Öskjuhlíð
Þriðjudagur 12. maí kl. 16. Lagt af stað frá Árbæjarlaug og gengið um Eilliðaárdal
Miðvikudagur 13. maí kl. 16 Lagt af stað frá Sundlaug Seltjarnarnes og gengið um Gróttu
Fimmtudagur 14. mai kl. 16 Lagt af stað frá Smáraskóla Kópavogi og genginn hringur um suðurhlíðar Kópavogs.
Föstudagur 15. maí kl. 16.  Lagt af stað frá Húsdýragarðinum Laugardal, gengið um Laugardal og Grasagarðinn og að lokum öllum boðið í Húsdýragarðinn.

Verið vel klædd, í góðum gönguskóm og með hlifðarföt, húfu og vettlinga til taks. Gott er að hafa regnplast yfir vagninn/kerruna með til öryggis.  Og að sjálfsögðu er mikilvægt að hafa með sér skiptitöskuna með öllu sem henni tilheyrir.

barnavagnavika