Bíladeildin á ferð í Þakgil um næstu helgi

Bíladeild FÍ fer aðra helgi hvers mánaðar -

nú er komið að júlí-ferðinni:

Úrleiðaferð: Þakgil - Grænafjall

7. júlí - laugardagur >> Frá Hvolsvelli kl. 09:30 (úr Reykjavík kl. 08)

Ekið austur í Þakgil þangað sem ferðamannaaðstaðan er austan við Miðfell. Svæðið skoðað. Athugað með leiðina upp að Jökulshöfði sem liggur vestan við Miðfellið. Vatnaleiðin farin eins og aðstæður leyfa. Síðdegis ekið vestur með Eyjafjöllum - með viðkomum eftir því sem tími vinnst til. Gist í Þórsmörk.

8. júlí - sunnudagur >> Sæmilega snemma af stað( þýðir frekar snemma)

Ekið upp hjá Einhyrningi um svæðið vestan Markarfljótsgils sem er afréttur Fljótshlíðinga og nefnist einu nafni Grænafjall. Leiðin liggur um Þverárdali og Hungurfit. Vegir þaðan valdir eftir því hversu liðið verður á dag. Miðað er við heimkomu á skikkanlegum tíma.

Eyðublað fyrir þátttökutilkynningu

Sumarferðin um Vestfirði

Minni á sumarferðina á Vestfirði dagana 27. júlí til 1. ágúst.

Hver um sig getur slegist í hópinn þegar hann vill og horfið á braut þegar honum hentar.

Sjá nánar á Ferðadöf GÓP-frétta >> http://www.gopfrettir.net/open/farplan/