Borgarganga Hornstrandafara 9. janúar 2011

Borgarganga Hornstrandafara 9. janúar 2011

 

SVEIT Í BORG, FORNAR MINJAR OG LEIÐIR

 

Borgarganga Hornstrandafara verður að þessu sinni í Garðabæ.

Genginn verður Fógetastígur, forn gata í gegnum Gálgahraun að Garðastekk.

Þaðan verður gengin Garðagata yfir í Garðahverfi.

Hugað verður að fornminjum, huldufólksbústöðum og sögu skólahalds á Íslandi.

 

Mæting við Mörkina 6, kl. 10:15, sameinast í bíla og lagt af stað kl 10:30.

Ekið verður að malarplani við gatnamót Álftanesvegar og Gálgahrauns (götu í nýju hverfi í hrauninu, á hægri hönd þegar ekið er út á Álftanes).

Nánar tiltekið er upphafstaður göngunnar er þar sem bláa P-merkið er á

meðfylgjandi korti.

 

Gangan er um 7 km og tekur um 3 klst. og endað verður á upphafsstað.

Þeir sem vilja geta tekið með sér nesti og verður eitt kaff við Garða.

 

Leiðin liggur að hluta til um hraun og móa. Fótabúnaður taki mið af því og

mögulegri hálku.

 

Leiðsögumaður er Pétur H. Ármannsson arkitekt.

 

Með göngukveðju,

Stjórn Hornstrandafara

 

 

Kort af göngusvæðinu

 

PS. Hér má skoða nýjustu Göngugleðimyndirnar – frá Úlfarfellstindum!   MYNDIR