Borgarganga Hornstrandafara FÍ

Borgarganga Hornstrandafara 12. febrúar 2012

 Á SLÓÐUM ÁRAMÓTASKAUPSINS 2012

 Borgarganga Hornstrandafara FÍ verður að þessu sinni í Garðahverfi og Hafnarfirði, á svipuðum slóðum og í fyrra.

 Genginn verður hringur frá samkomuhúsinu á Garðaholti áleiðis til Hafnarfjarðar og aðra leið aftur til baka.

Staðnæmst verður við hús Bjarna riddara, elsta hús í Hafnarfirði, og þaðan gengið til baka um Kirkjuveg, Garðaveg og Kirkjustíg aftur að  Garðaholti.

Þema göngunnar eru leiðirnar tvær sem Hafnfirðingar fóru til kirkju að Görðum allt fram til ársins 1914.

Gangan er um 6,0–6,5 km (svipuð vegalengd og í fyrra) og tekur um 3–4  klst.

 Mæting er við samkomuhúsið á Garðaholti, (Garðahverfi, Álftanesi) kl. 10:30.

Fulltúar úr stjórninni munu koma við hjá húsi Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 kl. 10:00, ef einhverjir þurfa að fá bílfar í Garðabæinn.

 Leiðin liggur á einstaka stað utan vega. Fótabúnaður taki því mið af mögulegu slabbi og hálku.

Leiðsögumaður er Pétur H. Ármannsson arkitekt.

 Með göngukveðju.

Stjórn Hornstrandafara