Borgarganga Ferðafélags Íslands og Hornstrandafara FÍ er að þessu sinni um gamla vesturbæinn í Reykjavík.
Gangan hefst við aðalinngang Borgarbókasafnsins, Grófarhúsinu, Tryggvagötu 15, sunnudaginn 11. janúar nk. kl. 10.30. Genginn verður hringur um Landakotshæð og Vesturgötu og athygli beint að þróun byggðar og byggingarsögu húsa. Pétur H. Ármannsson fer fyrir göngunni en sérstakur gestur verður Magnús Skúlason arkitekt og innfæddur Vesturbæingur.
Í lok göngu gefst þátttakendum kostur á að heimsækja kaffihús í miðbænum
Sjáumst hress í Borgargöngunni nk. sunnudag !
PS. Ársfundur Hornstrandafara FÍ verður laugardaginn 17. janúar. Nánar auglýst síðar.