Botnsúluferð frestað til 24. júní

Gönguferð á Botnsúlur sem vera átti aðfaranótt 17. júní hefur verið frestað til föstudagsins 24. júní vegna aðstæðna.

Að öðru leyti er ferðin eins og auglýst hefur verið. Ekið er í Botnsdal og gengið um nóttina á allar Botnssúlurnar. Farið er upp á Vestur- og Norðursúlu og haldið austur með hlíðum ofan við Hvalvatn upp á Háusúlu. Þaðan í skarðið yfir í Súlnadal og Miðsúla klifin. Að lokum er Syðsta Súla sigruð og gengið niður í Svartagil þar sem rútan bíður eftir göngumönnum. Þátttakendur þurfa að taka með sér brodda. 24 km. 12-14 klst.

Verð: 11.000/14.000. Innifalið: Rúta og fararstjórn.

Ganga þarf frá greiðslu fyrir kl. 15, miðvikudaginn 22. júní.

Sjá hér um ferðina Hringur um Botnssúlur á sumarnóttu.