Brenna á Esjunni

Ferðafélagið stendur fyrir brennu á Þverfellshorni á Jónsmessunótt.  Brennan er liður í dagskrá Esjudagsins sem FÍ og SPRON standa fyrir 23. júní. Um leið og eldur verður borinn að brennu verður stiginn dans og sungnir álfasöngvar við undirspil Guðmundar Hallvarðssonar Hornstrandajarls.  

Við upphaf jónsmessugöngunnar á Esjuna sem hefst kl. 20.30 mun Árni Björnsson þjóðháttafræðingur fjalla um jónsmessuna og ýmsa siði er henni fylgja og Þjóðdansafélagið mun stíga dans. 

Dagskráin verður öll hin þjóðlegasta og rómantískasta þar með miðsumarsnætursólargeislar munu lita himininn rauðan um miðnætti þegar kveikt verður í brennunni. FÍ stóð fyrst fyrir Esjudegi 1994 og síðan 1997 hafa FÍ og SPRON staðið saman að Esjudeginum.

Dagskráin Esjudagsins er tvískipt og afar fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.  Þátttakan er ókeypis og allir velkomnir.

Með bestu kveðju

Ferðafélag Íslands / SPRON