Vegna óhagstæðra veðurskilyrða þarf að flytja gönguna sem vera átti á Reykjaborg laugardaginn 29. janúar. Vegna rigningar undanfarið er jarðvegur í Hafrahlíð og við Reykjaborg orðinn mjög blautur auk þess sem frost er að fara úr jarðvegi þannig að göngufólk kæmi til með að sökkva í mela og viðkvæman gróður á gönguleiðinni og þar með er hætta á gróðurspjöllum. Því hefur verið ákveðið að flytja gönguna á Úlfarsfell og leggja af stað frá Leirtjörn kl. 11:15.
Gengið á Úlfarsfell
Gangan hefst 29/01/2011 kl. 11:15.
Lagt verður af stað frá Leirtjörn.
Ef komið er frá Reykjavík er ekið eftir Vesturlandsvegi í átt að Mosfellsbæ. Rétt áður en komið er að Úlfarsfelli er beygt af hringtorgi eftir vegi merktum Hafravatn (rétt við stórt hús merkt Bauhaus). Fljótlega er beygt til vinstri eftir vegi sem nefnist Mímisbrunnur og ekið eftir honum um 1,5 km vegalengd að bílastæði við Leirtjörn þar sem gangan hefst. Gengið verður á Stórahnúk og þaðan fram á vestur brún fjallsins þar sem er góður útsýnisstaður. Þaðan verður haldið til baka að Leirtjörn. Áætlaður göngutími er um 2 klst.