Fyrsta fræðslu- og myndakvöld Ferðafélags Íslands á þessu ári verður haldið núna á miðvikudagskvöldið 15. febrúar. Yfirskriftin er Brot úr 90 ára sögu FÍ.
Það verða Ferðafélagskempurnar Leifur Þorsteinsson og Höskuldur Jónsson sem bregða upp myndum og fjalla um Ferðafélagið sem nær þeim merka áfanga að verða 90 ára gamalt á þessu ári.
Allir eru velkomnir. Kvöldið hefst kl. 20 og aðgangseyrir er 600 kr.
Myndirnar hér að ofan eru báðar teknar úr Karlsdrætti, innst við Hvítárvatn á Kili. Skriðufell blasir við hinum megin við vatnið. Myndirnar sýna vel hversu gríðarlega jökullinn hefur hopað á þessum slóðum.
Súlurit sem sýnir þróun í fjölda meðlima í Ferðafélagi Íslands frá árinu 1927 til 1999.
Fræðslu- og myndakvöld FÍ eru hefðbundið haldin þriðja miðvikudag hvers mánaðar fram til sumars.