Brynjudalur er afar fallegur og gróðursæll, umgyrtur háum fjöllum á báða vegu. Norðan dals heitir Múlafjall en sunnan eru það Bolafell og Suðurfjall og Þrándarstaðafjall vestast. Innst í dalbotninium heita Þrengsli. Brynjudalur státar af ótal giljum, flúðum og fossum sem vert er að gefa gaum. Eftir dalnum miðjum rennur Brynjudalsá sem á upptök sín í Sandvatni austan Djúpadalsborga. Rómantískara og fallegra verður það varla