Byggingar Guðjóns Samúelssonar arkitekts
12. febrúar mun Pétur Ármannsson, arkitekt, leiða okkur um byggingarsögu Guðjóns Samúelssonar og hugmyndir hans um „háborg íslenskrar menningar“ sem átti að rísa á Skólavörðuholti. Gönguferðin hefst við innganginn í viðbyggingu Alþingishússins kl. 14:00. Leiðin liggur um þá staði í miðbæ Reykjavíkur þar sem byggingar húsameistarans voru reistar og sagt frá hugmyndafræðinni að baki þeim. Frá Alþingishúsi verður gengið að Arnarhóli og þaðan upp Skólavörðustíg að Landspítalanum. Að því búnu verður gengið um Sóleyjargötuna og endað í Aðalbyggingu Háskóla Íslands við Sæmundargötu.