Trex - Hópferðamiðstöðin ehf (frétt)
Daglegar ferðir í Þórsmörk og Landmannalaugar byrja 1. júlí
TREX - Hópferðamiðstöðin ehf gefur félagsmönnum F.Í. og öðrum tækifæri á að upplifa tvær af helstu náttúruperlum óbyggðana með rútuferðum í sumar þar sem ekið er beint frá húsi Ferðfélagsins Mörkinni 6 Reykjavík að skálunum í Landmannalaugum og Langadal Þórsmörk. Ekið verður daglega fá tímabilinu 1. júlí og fram til 15. ágúst og til baka sömu daga. Brottför er einnig frá tjaldstæðinu Laugardal kl.07,45, en kl.08,00 er farið frá Ferðafélagshúsinu. Enginn ætti að sleppa tækifæri að kynnast þessum mögnuðu stöðum hvort sem er í dagsferð eða til lengri dvalar. Kjörið er að fara í dagsferð með um 3,5 klst stoppi eða að nýta sér gistiaðstöðu í skálum eða tjaldsvæðum. Í Landmannalaugaferðinni er hægt að fara úr á leiðinni t.d. við Rjúpnavelli og Landmannahelli, en ferðirnar henta sérlega vel fyrir göngufólk. Félgsmenn í Ferðafélagi Íslands fá 10% afslátt í ferðinar. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðunni: www.trex.is og á skrifstofunni að Hesthálsi 10, en einnig á fésbókarsíðunni: Trex - Travel Experiences.