Dagsferð umhverfis Hítarvatn 7. ágúst aflýst

Númer: D-14
Dagsetning: 7.8.2011 - 1.1.1900
Brottfararstaður: Mörkin 6
Viðburður: Umhverfis Hítarvatn
Erfiðleikastig: Miðlungslangar dagleiðir (yfirleitt 5 – 7 klst.) oft í hæðóttu landi • bakpoki þarf ekki að vera þungur • engar eða auðveldar ár • þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfunMiðlungslangar dagleiðir (yfirleitt 5 – 7 klst.) oft í hæðóttu landi • bakpoki þarf ekki að vera þungur • engar eða auðveldar ár • þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfun
Lýsing:

Umhverfis Hítarvatn.   

7. ágúst, sunnudagur - ferðinni hefur verið aflýst vegna þátttökuleysis.

Fararstjóri: Sigurður Kristjánsson

Ganga umhverfis Hítarvatn í Hítardal. Gangan hefst við skálann við Hítarvatn og verður gengið vestur og norður fyrir. Hægt er að fara yfir Hítará á stíflu við útfallið og fljótlega er komið að rústum bæjar sem eru leikmunir úr kvikmynd um Gísla sögu Súrssonar eftir leikstjórann Ágúst Guðmundsson. Norðan við Hítarvatn er komið að rústum Tjaldbrekku sem fór í eyði 1896. Norðaustan við Hítarvatn þarf að vaða Austurá sem kemur úr Austurdal, rúmlega ökkladjúp. Austan við vatnið er Foxufell en þar þarf að fara upp hækkun um 150 m. Sunnan við Foxufell neðarlega er Bjarnarhellir, kíkt verður í hann. Haldið áfram sem leið liggur yfir hraun að Hítarhólma þar sem er vinsælt tjaldsvæði og veiðistaður. Vegarslóði er að skála þar sem göngu líkur. Áætlaður göngutími 6 klst. 12-13 km. Nánari fróðleik um svæðið er að finna í ritinu Vatnaleiðin eftir Reyni Ingibjartsson.

Verð: 10.000/13.000
Innifalið: Rúta og fararstjórn.