Dagsferðir um helgina 16. og 17. júní

16. júní – Hafnarfjall (844 m)

Gangan hefst við Háumela og gengið á austasta hnjúkinn. Gengið til suðurs og tindar þræddir fram á vesturbrúnir fjallsins. Þaðan farið niður að upphafsstað göngunnar.
Göngulengd 11 km, hækkun 1140 m (6 – 7 klst.).

Verð: 5.000 / 6.000

Innifalið: Fararstjórn.

_________________________________________________________________________________

17. júní - Leggjabrjótur, forn þjóðleið 

Fararstjóri: Leifur Þorsteinsson. Brottför með rútu frá Mörkinni 6 kl. 10. Göngutími 5–6 klst.

Gengin forn þjóðleið frá Svartagili í Þingvallasveit, inn eftir Öxarárdal, yfir Leggjabrjót og niður að Stóra-Botni í Botnsdal í Hvalfirði. Nánari upplýsingar um svæðið í ritinu Gönguleiðir upp úr Botni Hvalfjarðar eftir Leif Þorsteinsson.

Verð: 6.000 / 8.000

Innifalið: Rúta og fararstjórn.