Draugaferð í Hvítárnes

Draugaferð í Hvítárnes í elsta skála FÍ. 

Þátttakendur koma á einkabílum að Geysi í Haukadal kl. 14, 

Ekið í rútu frá Geysií Hvítárnes þar sem fararstjórar verða með fróðleik um skálann og reimleika á svæðinu.

Gönguferð um svæðið, meðal annars um fornar rústir þaðan sem reimleiki í skálanum er rakinn. Sameiginlegur kvöldverður, heimalöguð kjötsúpa borin fram eftir mjaltir.  Síðan tekur við kvöldvaka með áherslu á drauga og reimleikasögur, bæði um Hvítárnes sérstaklega en einnig er viðbúið að menn vilji segja frá reynslu sinni frá öðrum stöðum. Dregið verður um hver gistir í draugakojunni.

Daginn eftir er boðið upp á morgunmat gangnamannsins; hnausþykkt rúgbrauð með kæfu og dísætt, rótsterkt ketilkaffi. Þetta er í umsjá fararstjóra. Að morgunverðum loknum er ekið að Beinahóli og harmsaga Reynistaðabræðra rifjuð upp í smáatriðum. Svo er ekið til Reykjavíkur.
Verð: 16.000 / 19.000

Fararstjóri er Páll Ásgeir Ásgeirsson