Eins og heitar lummur

"Ég man ekki eftir öðrum eins viðtökum," sagði Páll Guðmundsson framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands. Frá því að áætlun FÍ var dreift til félagsmanna og almennings s.l föstudag hefur síminn á skrifstofu félagsins. Á fáeinum dögum eru 6-8 ferðir algerlega uppseldar og óðum að fyllast í nokkrar í viðbót.
Hinn sívinsæli Laugavegur milli Landmannalauga og Þórsmerkur selst hraðast en Hornstrandaferðir njóta einnig mikilla vinsælda svo og háfjallagöngur á Hvannadalshnúk, Hrútfjallstinda og Þverártindsegg.
Ferðaáætlunin 2010 einkennist af mikilli breidd í framboði ferða þar sem allir finna eitthvað við sitt hæfi. Ljóst er þó af þessum feiknagóðu viðtökum að hér sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær. Sá sem dregur of lengi að bóka pláss í draumaferðina sína í sumar gæti misst af tryggu sæti eða öruggu gistirými.
Frá því að áætlunin kom út hefur afgreiðslutíminn á skrifstofu FÍ verið lengdur til að mæta ásókninni og er nú opið frá kl. 10.00 á morgnana.