Eitt fjall á mánuði 2012 - kynningarfundur 10. janúar

Ferðafélag Íslands fór í byrjun árs af stað með verkefnið eitt fjall á mánuði.  Fjölmargir þátttakendur skráðu sig og hafa gengið á eitt fjall á mánuði allt árið. Verkefnið naut verðskuldaðra vinsælda og skiptu göngumenn oftast mörgum tugum og stundum nálægt hundraði sem tróð fjöll í fótspor fararstjóra.

Eitt fjall á mánuði verður eftir á dagskrá á nýju ári. Umsjónarmenn og aðalfararstjórar verða eins og í ár þeir Örvar og Ævar Aðalsteinssynir. Þeir eru bræður og með margra áratuga reynslu að baki í margvíslegri fjallamennsku og starfi fyrir björgunarsveitirnar.

Sérstakur kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 10. janúar 2012 í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 kl. 20.00. Þar munu bræðurnir kynna dagskrá nýs árs, fara yfir nauðsynleg atriði í búnaði og svara fyrirspurnum.
Hér fyrir neðan er dagskrá nýs árs og fyrir áhugasama því ekki annað að gera en að taka upp símann og láta skrá sig.

 

Eitt fjall á mánuði 2012

28 janúar Helgafell Hafnarfirði 338m. Hækkun göngu 260m. Göngulengd 6 km.

25 febrúar Grímannsfell Mosfellsdal 482m. Hækkun göngu 420m. Göngulengd 8 km.

24 mars Stóri og Litli Meitill við Þrengsli 514m. Hækkun göngu 250m. Göngulengd 8-10 km.

28 apríl Esja Hátindur 909m. Hækkun göngu 800m. Göngulengd 12-15 km.

26 maí Kálfstindar við Laugardal 824m. Hækkun göngu 620m. Göngulengd 12 km.

23 júní Heiðarhorn Skarðsheiði 1053m. Hækkun göngu 960m. Göngulengd 10 km.

9 júlí Hafnarfjall hringur Borgarfirði 844m. Hækkun göngu 740m. Göngulengd 11 km.

25 ágúst Hlöðufell 1186m. Hækkun göngu . 740m. Göngulengd 6 km.

29 september Vestursúla Botnsúlur 1086m. Hækkun göngu 980m. Göngulengd 13 km.

27 október Hengill Skeggi 805m. Hækkun göngu 500m. Göngulengd 12 km.

17 nóvember Ármannsfell 764m. Hækkun göngu 500m. Göngulengd 6-8 km.

8 desember Skálafell Hellisheiði 574m. Hækkun göngu 280m. Göngulengd 8 km.