Ferðafélag Íslands býður upp á verkefnið Eitt fjall á mánuði árið 2012. Þá er gengið á eitt fjall á mánuði sem er minni skuldbinding en fyrir þá sem taka þátt í Eitt fjall á viku. Kynningarfundur á Eitt fjall á mánuði er haldinn þriðjudaginn 10. janúar kl 20 í sal FÍ. Verkefnisstjórar eru þeir Fjallabræður Örvar og Ævar Aðalsteinssynir.....,
Eitt fjall á mánuði með FÍ 2012
Kynningarfundur í sal F.Í. Mörkinni 6 þriðjudaginn 10 janúar kl. 20.00.
Vertu með á eitt fjall á mánuði með FÍ á nýju ári.
Taktu þátt í fyrirfram ákveðinni gönguferð með hæfilegu millibili á áhugaverð fjöll í nágrenni Reykjavíkur. Göngurnar taka mið af aðstæðum í fjöllum hverju sinn og hefjast á léttum fjöllum svo sem Helgafelli við Hafnarfjörð, og Grímmannsfelli í Mosfellsdal. Síðan koma erfiðari fjöll eins og Hafnarfjall, Hlöðufell, Botnsúlur og fl.
Verið með í áhugaverðum göngum, hæfilega erfiðum með skemmtilegri fararstjórn.
Stjórnendur verkefnisins eru Fjallbræður - þeir Ævar og Örvar Aðalsteinssynir.
Í 12 fjalla verkefninu í fyrra var litla vísnhornið ævinlega með í för. Hér er vísa frá síðasta ári
Á Eyrarfjallið æddum svo
allveg var það gefið.
Tindaskráin telur tvo
við tókum þetta í nefið.