Eitt fjall á viku 2012-kynningarfundur í kvöld

Þriðjudaginn 3. janúar- í kvöld- verður verkefnið Eitt fjall á viku 2012 kynnt á sérstökum fundi. Fundurinn verður haldinn í sal Ferðafélags Íslands í Mörkinni 6 og hefst kl. 20.00. Þar mun stjórnandi verkefnisins, Páll Ásgeir Ásgeirsson kynna fyrirkomulag verkefnisins á nýju ári, fararstjórar verða kynntir og spurningum svarað.
Eins og nafnið gefur til kynna felst verkefnið í því að ganga á 52 fjöll á árinu 2012. Verkefnið hefur verið starfrækt í tvö ár við miklar vinsældir og hafa hundruð manna ánetjast nýjum lífsstíl og tekið upp fjallgöngur og útivist sem sitt helsta áhugamál.
Auk leiðsagnar í fjallgöngum eru innifalin í verkefninu námskeið í rötun og almennri útivist og þjálfun og þátttakendur fá aðgang að sérstöku afsláttartilboði útivistarverslana á fatnaði og búnaði. Tvær helgarferðir eru farnar á árinu til að safna fjöllum en sex vikna sumarfrí er tekið á miðju ári.
Hægt er að fá styrk frá vinnuveitendum eða stéttarfélögum til þátttöku í þessu verkefni. Þátttakendur taka miklum framförum, læra að þekkja sjálfan sig og íslenska náttúru og eignast fjöldann allan af nýjum vinum. Mætið, sjáið og sannfærist.
Skráning er hafin á skrifstofu Ferðafélags Íslands í síma 568-2533. Skrifstofan er opin frá 12- 1