Eitt fjall á viku 2013

Ferðafélag Íslands stendur fyrir fjallaverkefnunum Eitt fjall á viku og Eitt fjall á mánuði og verða bæði verkefnin kynnt í upphafi árs 2013 á sérstökum kynningarfundum. Eitt fjall á viku verður kynnt 2. janúar og Eitt fjall á viku 8 dögum síðar.

Eitt fjall á viku og Eitt fjall á mánuði eru tilvalin verkefni til að skora á sjálfan sig að stunda fjallgöngur, útiveru og heilbrigðan lífsstíl og bæta þrek og þol og heilsu almennt.  Áramótin er góður tími til að stíga á stokk og strengja heit um þessi góðu markmið.

 

Fjallalistinn fyrir 2013

Hækkun 24.000 m. Vegalengd 450 km.

02 jan kl 20.00 Kynningarfundur í sal FÍ, Mörkinni 6
05. jan. Úlfarsfell
12. jan. Mosfell
19. jan. Helgafell við Hafnarfjörð
23. jan. Fræðslufundur kl 20.00
26. jan. Skálafell á Mosfellsheiði
03. feb. Húsfell
10. feb. Reykjafell á Hellisheiði
17. feb. Skálafell á Hellisheiði
24. feb. Kerhólakambur
02. mars. Stóri Meitill
09. mars. Ingólfsfjall
16. mars. Geitafell
23. mars. Heiðarhorn
27. mars. Blákollur
PÁSKAFRÍ
07. apríl Botnssúlur
14. apríl Akrafjall hringur
21. apríl Móskarðahnjúkar
28. apríl Hafnarfjall
01. maí Dýjadalshnjúkur
11. maí Hvannadalshnjúkur
15. maí. Vífilsfell
22. maí. Eyrarfjall
1.-2. júní. Þórsmörk: Rjúpnafell, Tindfjöll, Útigönguhöfði, Réttarfell og Dímon.
08. júní. Skessuhorn12. júní. Hrómundartindur
29. júní. Þrjú fjöll: Búrfell, Vörðufell og Mosfell
SUMARFRÍ
07. ágúst. Grímmansfell
10. ágúst. Skjaldbreiður
25. ágúst. Vestmannaeyjar. Heimaklettur og Eldfell.
30. – 01. sept. Landmannalaugar: Vörðuhnjúkur, Skalli, Brennisteinsalda, Bláhnjúkur og Löðmundur.
08. sept. Ok.
22. sept. Hvalfell.
29. sept. Keilir.
05. okt. Kistufell.
12. okt. Þríhyrningur.
26. okt. Stóra Kóngsfell.
03. nóv. Þyrill
10. nóv. Græna Dyngja.
24. nóv. Ármannsfell.
07. des. Skeggi úr Dyradal.
21. Helgafell í Mosfellssveit.
31. Öskjuhlíð.

Fararstjórar

  • Páll Ásgeir 699 7758
  • Rósa Sigrún 691 2758
  • Hjalti 824 7620
  • Brynhildur 692 0029
  • Guðmundur 692 1114

Þátttökugjald

  • Skráning er á skrifstofu FÍ í síma 568-2533.
  • Þátttökugjaldið er kr. 75.000 sem ganga þarf frá í upphafi verkefnis eða fyrir 20. janúar.
  • Skipta má upphæðinni niður í raðgreiðslur.
  • Í öllum ferðum er farið á einkabílum, nema að annað sé ákveðið. Þátttakendur taka þátt í sameiginlegum ferðakostnaði.
  • Hægt að fá styrki frá vinnuveitanda/stéttarfélögum til þátttöku í verkefninu.
  • Heimilt er að taka börn með sér í einstaka ferðir eftir atvikum.
  • Hundar eru leyfðir með sérstökum skilyrðum og leiðsögumenn áskilja sér rétt til að grípa í taumana komi upp einhver vandamál þeim tengd.

Skipulag

  • Fyrstu gönguferðirnar eru farnar á laugardögum kl. 10.00 í janúar, á sunnudögum kl. 10.00 í febrúar og á laugardögum kl. 09.00 í mars.
  • Þegar kemur fram í apríl og maí bætast við göngur á virkum dögum.
  • Á þremur vikum ársins er 10 fjöllum safnað, þannig að færi gefist á 10 vikna sumarfríi.
  • Auglýstur tími gönguferðar miðar við brottför úr Mörkinni 6.
  • Upphafsstaður gönguferðar og leiðarlýsing að honum er ávallt kynntur fyrir hverja ferð.

Markmið

  • Að ganga á 52 fjöll á árinu
  • Að stunda reglulega útiveru og hreyfingu
  • Að taka þátt í skemmtilegum félagsskap
  • Að læra að þekkja eigin takmörk og viðbrögð við mismunandi aðstæður í veðurfari og náttúru
  • Að fræðast um gróðurríki, jarðfræði, sögu, menningu og sérkenni einstakra áfangastaða af menntuðum leiðsögumönnum
  • Að fræðast um fatnað og búnað í fjallaferðum og reyna á eigin skinni hvað er mikilvægast í þeim efnum
  • Að læra að búa út hollt og heilnæmt nesti og fræðast samspil næringar og álags við raunverulegar aðstæður

Búnaður

  • Góðir gönguskór
  • Göngufatnaður / hlífðarfatnaður / vatns- og vindheldur, auka peysa, ull eða fleece
  • Legghlífar
  • Bakpoki
  • Sólgleraugu
  • Göngustafir
  • Fararstjórar hafa með sér ýmsan öryggisbúnað, gps tæki, talstöðvar, sjúkrakassi, góða skapið of
  • Hér er hlekkur á ágætan búnaðarlista á heimasíðu FÍ.