Eitt fjall á viku - upplýsingar

 Markmið

  • Ganga á 52 fjöll á árinu•Stunda relgulega útiveru og hreyfingu
  • Taka þátt í skemmtilegum félagsskap
  • Setja sér ýmis önnur markmið um bætt líkamlegt form, þol og þrek, styrkjast, léttast osvfrv.   

Fyrirkomulag

  • Eitt fjall á viku, samtals 52 fjöll á árinu.
  • Fyrstu 6 gönguferðirnar eru á sunnudögum kl. 11, næstu 6 gönguferðirnar eru á laugardagsmorgnum kl. 9, næstu 6 eru á miðvikudögum kl. 18 og næstu 6 eru á fimmtudögum kl. 18.  Á þremur vikum ársins er safnað 10 fjöllum þannig að færi gefist á 10 vikna sumarfríi.  Í sumarfríinu eru heimaverkefni sem eru eitt fjall á viku, að eigin vali en bent verður sérstaklega á 10 fjöll víða um land og sérstaklega er bent á ferðaáætlun deilda FÍ.  

  Búnaður 

  • Góðir gönguskór
  • Göngufatnaður/hlífðarfatnaður/ vatns og vindheldur, auka peysa, ull eða fleece 
  • Legghlífar 
  • Bakpoki 
  • Sólglerauga 
  • Göngustafir 
  • (fararstjórar hafa með sér ýmsan öryggisbúnað, gps tæki, talstöðvar, sjúkrakassi, góða skapið ofl.    

Fjöllin 52 

•Helgafell    Arnarfell •Úlfarsfell    Búrfell •Mosfell    Vörðufell  •Grímarsfell    Mosfell  •Húsfell    Fjallið eina •Skálafell    Eyjar í Hraunhafi •Móskarðshnúkar   (Þórmörk – helgarferð) •Valahnúkar   Valahnúkur •Keilir    Rjúpnafell •Helgafell – Mosó    Réttarfell •Vífilsfell    Útigönguhöfði  •Hrafnabjörg    Háutindar •Hekla    Snæfellsjökull •Þverfellshorn    •Stóra Kóngsfell  •Akrafjall  •Hengill  •Hvannadalshnúkur  •Herðubrei𠠕Botnssúlur Ármannsfell  •Búrfell    •Skálafell – Hellisheiði   •Þorbjörn    •Skarðsmýrarfjall    •Kvígindisfell   Kerling •Skjaldbreiður    •Hlöðufell    •Laugarvatnsfjall    •Gullkista – Miðdalsfjalli  •Heiðartoppur  Hoffell  •Miðdegishnúkur við Kleifarvatn   •Festarfjall   Tröllakirkja •Heiðarhorn   •Hvalfell   •Stóri Meitill    •Geitafell  Einhyrningur  •Ingólfsfjall    •Jórutindur  - Dyrafjöll   Sveinstindur   

Þátttökugjald í verkefninu  

  • Kr. 1000 á fjall, alls kr. 52.000 sem ganga þarf frá í upphafi verkefnis 
  • Skipta má greiðslum niður í allt að fjórar greiðslur.  
  • Í öllum ferðum er farið á einkabílum. Þátttakendur taka þátt í sameiginum ferðakostnaði 
  • Hægt að fá styrki frá vinnuveitanda/stéttarfélögum til þátttöku í verkefninu.