Er hægt að auka útiveru Íslendinga

Næstkomandi miðvikudag, 16. maí 2012, stendur Embætti landlæknis ásamt Umhverfisstofnun að málþingi undir yfirskriftinni Er hægt að auka útiveru Íslendinga? Málþingið fer fram á Grand Hótel í Háteigi A, kl. 9:00 – 16:00. Því er ætlað að skapa umræðuvettvang fyrir fólk sem starfar innan heilbrigðiskerfisins, á sviði sveitarstjórna, umhverfis- og skipulagsmála og í útivistargeiranum.

Aðalfyrirlesari málþingsins, dr. William Bird, heimilislæknir í Oxfordshire á Bretlandi, er þekktur fyrir öflugt heilsueflingarstarf sitt sem að stærstum hluta hefur miðað að aukinni hreyfingu og útiveru almennings í náttúrulegu umhverfi.

Hann hefur m.a. haft forgöngu um ráðgjafarvinnu fyrir Natural England, samtök sem eru að þróa nokkurs konar náttúrulega heilbrigðisþjónustu sem nýtir hið náttúrulega umhverfi sem uppsprettu að betri heilsu. Það er mikið gleðiefni að fá þennan reynda fyrirlesara og eldhuga á þessu við hingað til lands til að miðla af þekkingu sinni.

Auk dr. Bird munu innlendir fyrirlesarar fjalla um hreyfingu, útiveru, skipulag og nýtingu svæða séð frá mismunandi sjónarhorni ofannefndra geira.

Eftir hádegi verður haldin vinnustofa með dr. Bird, sem væntanlega mun opna augu þátttakenda fyrir því hvernig megi auka útiveru almennings og bæta nýtingu svæða til almennrar heilsueflingar.

Við hvetjum alla sem hafa áhuga á málefninu að mæta á Grand Hótel 16. maí.  Aðgangur er öllum opinn, en skráning á málþingið fer fram hjá kristjanthor@landlaeknir.is. Skráningu lýkur 14

Dagskrá

08.30 – 09:00      Skráning og morgunkaffi

09:00 – 09:10      Setning

09:10 - 09:30       Ávarp umhverfisráðherra

09:30 – 10:20      Aðalfyrirlesari Dr. William Bird, director of Intelligent Health

10:20 – 10:40       Kaffi

10:40 – 11:00       Sjónarhorn heilbrigðiskerfisins
                                Jón Steinar Jónsson heimilislæknir og Auður Ólafsdóttir, 
                                sjúkraþjálfari

11:00 – 11:20       Sjónarhorn skipulagsmála sveitarfélaga
                                Gísli Marteinn Baldursson, Reykjavíkurborg

11:20 - 11:40         Sjónarhorn umhverfis- og náttúruverndar
                                 Auður Sveinsdóttir, Landbúnaðarháskóli Íslands

11:40 – 12:00        Sjónarhorn útivistargeirans
                                 Páll Guðmundsson, Ferðafélag Íslands

12:00 – 13:00        Hádegismatur

13:00 – 13:20        Kynning á umræðum og fyrirkomulagi vinnustofu

13:20 - 14:30         Vinnustofa með Dr. William Bird

14:30 – 14:50        Kaffi

14:50 – 15:30        Afrakstur vinnustofu kynntur

15:30 – 15:45        Samantekt fundarstjóra

15:45 – 16:00        Ávarp velferðarráðherra og lok málþings