Það fer ekki framhjá neinum að það ríkja mjög sérstakar aðstæður í samfélaginu. Á sama tíma og við þurfum að fara að öllu með gát til að draga úr útbreiðslu kórónaveirunnar þá er mikilvægt að við hugum að því sem gleður okkur og gerir okkur gott.
Við höldum því okkar striki og förum í þær göngur sem eru á dagskrá, enda eru mjög þekkt þau heilsusamlegu áhrif sem útivist hefur bæði á líkamlega og andlega heilsu.
Fólk er þó hvatt til mæta ekki ef það er með einkenni flensu og minnum alla á að fylgja leiðbeiningum um sýklavarnir sem sjá má á meðfylgjandi mynd.
Við fylgjumst að sjálfsögðu náið með þeim leiðbeiningum sem koma frá Embætti Landlæknis og uppfærum þessar upplýsingar ef þörf krefur.