Esjan 107 - góðgerðarganga FÍ á Esjuna.

Esjan 107 - 2.apríl
Þátttakendur mæta kl. 18.00 og greiða með 5 grásleppum þátttökugjald sem rennur óskert til góðgerðarmála. Allir sem þátt taka fá úthlutað númerum sem þeir geyma og er jafnframt happdrættismiði.  Dregið verður úr þátttökunúmerum strax að lokinni göngu á Esjuna.

Markmiðið er að ná 107 manns í þessa gönguferð og eru gríðarlega spennandi verðlaun ef þessu fjöldamarkmiði er náð sem ganga á fjallið.

1.verðlaun er alklæðnaður göngumannsins, buxur, peysa, jakki frá Cintamani

2.Helgarferð fyrir 2 með Ferðafélagi Íslands

3.Flíspeysa frá Cintamani 

4. Dagsferð með Ferðafélaginu

5.verðlaun er húfa vettlingar

Hvað er svo ein grásleppa?  Ein grásleppa er 100kr!

Vanir jafnt sem óvanir eru hvattir til að mæta með góða skapið

Sjáumst í fjallinu.