Esjan að hausti- byrjar á þriðjudag

Átakið Esjan að hausti-alveg fram að jólum undir stjórn Þórðar Marelssonar hefst á þriðjudag 14. sept.  Mæting er við Esjustofu kl. 17.50 og lagt af stað kl. 18.00. Við upphaf fyrstu göngu fá þátttakendur dagskrá fyrir allt tímabilið með leiðavali og nákvæmum leiðbeiningum um mætingu.
Enn er tækifæri til að skrá sig í þetta stórskemmtilega átak þar sem tekist verður á við Esjuna eftir afar fjölbreyttum og áhugaverðum leiðum.

Esjan að hausti - alveg fram að jólum                                                              

Þriðjudagur 14. sept  kl. 18.00:  Þverfellshorn, upphafsganga

Sunnudagur 19. sept kl. 10.00: Esjuberg - Kerhólakambur

Þriðjudagur  21. sept kl. 18.00: Lokufjall - Dýjadalshnúkur

Sunnudagur 26. sept kl. 10.00: Blikdalshringur

Þriðjudagaur 28. sept kl. 18.00: Búi - Langihryggur- Þverfellshorn

Sunnudagur 03. október: kl. 10.00 Þverfellshorn -Kerhólakambur Esjuberg

Þriðjudagur  05. október: Esjuberg - Kambshorn

Sunnudagur 10.október:  Kistufell  um Gunnlaugsskarð

Þriðjudagur 12.október: Dýjadalshnúkur frá Þjófaskarði

Sunnudagur 17. október: Þverfellshorn- Kambshorn

Þriðjudagur 19. október: Dýjadalshnúkur frá Kerlingargili

Sunnudagur 24.október:  Móskarðshnúkar

Þriðjudagur 26.október: Langihryggur

Sunnudagur 31. október: Laufskörð - Þverárkotsháls

Þriðjudagur  02.nóvember: Búhamar - Langihryggur- Þverfellshorn

Laugardagur 06.nóvember: Kistufell- Hryggur

Þriðjudagur 9.nóvember: Þverfellshorn

Laugardagur 13.nóvember: Gunnlaugsskarð - Þverfellshorn

Þriðjudagur 16.nóvember: Karl - Kistufell,

Laugardagur 20.nóvember: Kögunarhóll, fjarkinn, Þverfell

Laugardagur 27.nóvember: Þverfellshorn  öfugt

Laugardagur  4.desember: Óvissuferð á Esjuna

Eins og sjá má munu þeir sem taka þátt í þessu verkefni kynnast Esjunni frá fjölmörgum hliðum og verða gagnkunnugir þessu fallega bæjarfjalli Reykvíkinga að því loknu.